Þór/KA/Hamrarnir eru bikarmeistarar

Þór/KA/Hamrarnir mættu Stjörnunni á Þórsvelli í dag í úrslitum bikarkeppninnar í 2. flokk kvenna í knattspyrnu. Þór/KA/Hamrarnir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum með 5-0 sigri á HK/Víkingi á dögunum. Þór/KA unnu einnig HK/Víking í undanúrslitum bikarkeppninnar samtals 3-2.

Stjörnukonur enduðu í 3. sæti Íslandsmótsins 5 stigum á eftir Þór/KA/Hömrunum. Liðin hafa mæst tvisvar áður í sumar, fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Þór/KA/Hamrarnir unni seinni leikinn 3-4 í æsispennandi leik.

Margrét Árnadóttir skoraði eina mark leiksins í dag og tryggði Þór/KA/Hömrunum 1-0 sigur. Stjörnukonur reyndu hvað þær gátu að jafna metinn í síðari hálfleik en þversláin og sterkur varnarleikur komu í veg fyrir það.

Þór/KA/Hamrarnir vinna því tvöfalt í sumar.

UMMÆLI