Þórsarar aftur í úrvalsdeildinaMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þórsarar aftur í úrvalsdeildina

Þórsarar tryggðu sér sæti í úrvalsdeild karla, Dominos deildinni, með sigri á Snæfelli í kvöld.

Leikurinn var spilaður í Stykkishólmi og endaði 88:62 fyrir Þórsara eftir að heimamenn í Snæfelli leiddu óvænt í hálfleik 36:31.

Larry Thom­as skoraði 21 stig fyr­ir Þór og tók 14 frá­köst, Ingvi Rafn Ingvars­son skoraði 17 og þeir Pálmi Geir Jóns­son og Bjarni Rún­ar Lárus­son 14 hvor. Hjá Snæ­felli var Dar­rell Flake at­kvæðamest­ur með 19 stig.

Þórsarar eru því komnir með 32 stig í deildinni þegar ein umferð er eftir. Fjölnir sem situr í 2. sæti deildarinnar og spila nú við Hött þegar þetta er skrifað hafa 28 stig, en eftir sigur Þórsara í kvöld er ljóst að Fjölnir geta ekki unnið deildina og Þórsarar því deildarmeistarar og fara beint upp í Dominos deildina en Fjölnir spila í umspili um sæti í efstu deild.

UMMÆLI

Sambíó