Þórsarar enn í fallhættu, Dalvík/Reynir fallnirMynd/dalviksport.is

Þórsarar enn í fallhættu, Dalvík/Reynir fallnir

Eftir leiki gærdagsins í Lengjudeildinni í fótbolta er ljóst að Dalvík/Reynir er fallið niður í 2. deild. Liðið tapaði 2-1 gegn Leikni á útivelli en hefði þurft sigur til þess að eiga möguleika að ná Þór að stigum. Þór situr í 10. sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Gróttu sem er í fallsæti. Þórsarar gerðu jafntefli við ÍR í gær og stefnir því æsispennandi fallbaráttu í síðustu tveimur umferðum sem eftir eru af tímabilinu. Visir.is greindi frá.

UMMÆLI