Þórsarar fá breskan miðjumann

Þórsarar fá breskan miðjumann

Knattspyrnulið Þórs á Akureyri hefur gengið frá samningum við breska miðjumanninn Sammie McLeod. Vona er á Sammie til landsins í byrjun næsta mánaðar.

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórsara, er spenntur fyrir leikmanninum. „Þetta er örvfættur miðjumaður sem er sterkur í loftinu og með góðar sendingar og skot. Hann hefur verið á mála hjá sterkum liðum og við erum hrikalega spenntir að fá hann til okkar,“ segir Láki í tilkynningu Þórs.

Sammie er 21 árs og hefur leikið á Bretlandi allan sinn feril. Hann var á sínum tíma á mála hjá stórliði Leicester City sem spilar í Ensku Úrvalsdeildinni. Síðast var hann á mála hjá enska félaginu Lewes og þar áður var hann hjá Portadown í Norður-Írlandi.

Sambíó

UMMÆLI