Þórsarar ferja stuðningsmenn með bát til Grenivíkur: „Uppselt á nokkrum tímum“

Þórsarar ferja stuðningsmenn með bát til Grenivíkur: „Uppselt á nokkrum tímum“

Það verður líf og fjör þegar Þórsarar og Magnamenn mætast í Inkasso deild karla í fótbolta á fimmtudaginn. Stuðningsmenn Þórs munu sigla á leikinn frá Hjalteyri.

70 stuðningsmenn Þórs munu sigla frá Hjalteyri til Grenivíkur og hvetja lið sitt til sigurs. Einnig má búast við töluverðri mætingu frá stuðningsmönnum Magna.

„Við settum skráningu af stað í hádeginu í gær og það varð uppselt á nokkrum klukkutímum. Áhuginn sýnir stemninguna í Þorpinu og ég get ekki beðið eftir að sigla yfir fjörðinn og sækja stigin þrjú,“ segir Óðinn Svan Óðinsson formaður knattspyrnudeildar Þórs í samtali við Kaffið.

Upphaflega var stefnt að því að fara með rúmlega 40 manns en til að bregðast við miklum áhuga var fenginn stærri bátur í verkefnið. Nú eru 70 manns skráðir og uppselt í ferðina.

Stefnt er að því að sigla klukkan 18:15 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 19:15. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó