Þórsarar semja við tvo útlendinga í körfunni

Þórsarar semja við tvo útlendinga í körfunni

Karlalið Þórs í körfubolta sem sigraði 1. deildina í vetur hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn.

Hansel Atenia frá Kólumbíu og Zeek Woodley frá Bandaríkjunum.

Hansel er 22 ára leikstjórnandi en hann hefur tvöfald ríkisfang og telst því einnig spænskur. Hansel er nýútskrifaður frá Masters háskólanum í NAIA deildinni og þar átti hann frábært lokaár þar sem hann var valinn í annað úrvalslið sinnar deildar.  Hansel hefur einnig leikið með Kólumbíska A-landsliðinu undanfarið.

Zeek er bakvörður og spilaði í Kosóvó á síðustu leiktíð en áður hafði hann spilað fyrir Iowa Wolves og þar áður lék hann með háskólaliði Northwestern State.

Þórsarar sem fyrr segir sigruðu 1. deildina í vetur og leika því í Dominos deildinni á komandi vetri.

Sambíó

UMMÆLI