Þórsarar unnu fjórða leikinn í röðMynd: Palli Jóh/Þórsport

Þórsarar unnu fjórða leikinn í röð

Körfuboltalið Þórs vann öruggan 107-84 sigur á ÍR í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Srdan Stojanovic og Dedrick Basile skoruðu 34 stig hvor í stórsigrinum.

Með sigrinum fara Þórsarar upp í sjötta sæti Dominos deildarinnar með 14 stig, líkt og Valur og ÍR. Næsti leikur liðsins er á móti KR í Reykjavík á morgun, sunnudag. KR-ingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig.

Ítarlega umfjöllun um leik Þór og ÍR má nálgast á Þórsport.is með því að smella hér.

UMMÆLI