Þórsarinn Óskar Jónasson valinn í Úrvalsdeild í pílukastiLjósmynd: Þór

Þórsarinn Óskar Jónasson valinn í Úrvalsdeild í pílukasti

Þórsarinn Óskar Jónasson hefur tryggt sér sæti í Úrvalsdeildinni í pílukasti þetta árið, sem fram fer í haust og verður sýnt frá á Stöð 2 sport. Þetta kemur fram á Facebook síðu Íslenska Pílukastsambandsins.

Óskar var valinn af landsliðs þjálfurum í ÍPS valinu, enda er hann upprennandi stjarna í sportinu hér á landi. Eins og Kaffið hefur áður greint frá varð Óskar íslandsmeistari í íþróttinni í fyrra og hefur náð góðum árangri á hinum ýmsu mótum undanfarið ár, jafnt innanlands sem utan.

Af 32 sætum í Úrvalsdeildinni voru 15 sæti gefin út til sigurvegara ýmis ÍPS móta og 15 til sigurvegara sérstakra undankeppna sem staðið hafa yfir frá því í apríl. Að lokum eru síðustu 4 sætin gefin til svokallaðra “wildcards” í gegnum ÍPS val. Þetta eru pílukastarar sem eru valdir til þátttöku af landsliðsþjálfurum A landsliðs og U18 landsliðs. 

Ljósmynd: Íslenska Pílukastsambandið

UMMÆLI