Í gærkvöldi heimsótti körfuboltalið Þórskvenna botnlið Aþenu í Austurberg í Reykjavík. Tókst þeim að landa sínum tíunda sigri í röð og er Þór nú jafnt toppliði Hauka að stigum. Lokatölur leiksins urðu 85-95 en Þór spilaði betur fyrstu þrjá leikhlutana en missti forskot sitt í þeim fjórða.
Markahæsti leikmaður Þór var Amandine Toi sem skoraði 31 stig og Maddie var með flest fráköst og flestar stoðsendingar. Á vef Vísi birstist stutt viðtal við Amandine að að leik loknum þar sem hún fór yfir leikinn þar sem minnst var á hve þunnskipað lið Þórs var í leiknum. Amandine lætur þó í ljós í viðtalinu að hún eigi von að leikmaður bætist við í hópinn en hún vildi þó ekki gefa neitt upp.
UMMÆLI