Þorsteinn Gíslason sendir frá sér stiklu fyrir stuttmynd

Þorsteinn Gíslason hefur í vetur unnið að verkefni í skapandi tónlist við Tónlistarskólann á Akureyri. Verkefni Þorsteins er gerð stuttmyndar með hljóðsetningu.

Þorsteinn sá um handritsgerð, leikstjórn, kvikmyndatöku, klippingu, myndvinnslu, tónsmíðar, útsetningar, hljóðupptökur, hljóðblöndun, lokavinnslu hljóðs, og samsetningu myndar og hljóðs í myndinni, og má því með sanni segja að verkefnið hafi verið umfangsmikið.

Þorsteinn hefur sent frá sér stiklu sem jafnframt er tónlistarmyndband við lokalag myndarinnar „Stattu með sjálfum þér.“

Sambíó

UMMÆLI