Þórunn Egilsdóttir gefur ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum

Þórunn Egilsdóttir gefur ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum

Þórunn Egilsdóttir mun ekki gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þórunn hefur setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn síðan árið 2013.

Hún segir að annað framboð til Alþingis verð að bíða betri tíma þar sem hún muni nú einbeita sér að bar­áttu við krabba­mein sem að hún greind­ist óvænt með skömmu fyr­ir jól. 

Þórunn sem er odd­viti Fram­sókn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi, þing­flokks­formaður og formaður sam­gönguráðs greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2019.

„Það ferli tókst vel og ég tók brött aftur til starfa síðastliðið vor enda meinið horfið. Ég var full bjartsýni, trúði að þetta væri farið og hugðist halda ótrauð áfram. Ég var sömuleiðis full orku og mig langaði að láta áfram til mín taka á þessum vettvangi og gefa kost á mér til þess að leiða framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu næsta kjörtímabil,“ skrifar Þórunn í tilkynningu á Facebook.

„Í lok árs 2020 fór ég að finna fyrir óþægindum og rannsóknir bentu til að eitthvað þyrfti að skoða betur. Þá kom í ljós að lifrin starfaði ekki eðlilega. Meinið hefur tekið sig upp að nýju en brýnt er að vera bjartsýn. Maður verður alltaf að horfa fram á við. Og maður má aldrei missa vonina. Aldrei. Framboð til Alþingis verður hins vegar að bíða betri tíma.“

Framundan eru alþingiskosningar. Ég hef setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn síðan 2013. Ég leiddi framboðslista…

Posted by Þórunn Egilsdóttir on Wednesday, January 13, 2021

UMMÆLI