Þriðjudagsfyrirlestur: Bergur Þór Ingólfsson

Þriðjudagsfyrirlestur: Bergur Þór Ingólfsson

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17-17.40 heldur Bergur Þór Ingólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Sagnadýrið. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um mikilvægi leikhússins í nútímasamfélagi þar sem varpað er fram fullyrðingunni „Manneskjan þarf á sögum að halda til jafns við mat og drykk, annars veslast hún upp og deyr“. Aðgangur er ókeypis.

Bergur Þór Ingólfsson útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1995 og starfaði í kjölfarið sem leikari við Þjóðleikhúsið, en flutti sig yfir í Borgarleikhúsið um aldamótin þar sem hann lék, leikstýrði og skrifaði leikrit til 2024.

Bergur hefur verið afkastamikill í íslensku leikhúsi. Ásamt því að vera í fullu starfi við stærstu leikhús landsins hefur hann verið driffjöður í leikhópnum Gral og leikstýrt sýningum í New York og Noregi. Leikrit sem hann hefur skrifað einn eða með öðrum hafa fengið ýmsar viðurkenningar og má þar nefna DauðasyndirnarJésú litla21 manns saknaðHamlet litla og Horn á höfði. Meðal hlutverka sem hann hefur leikið eru Marta Smart í Chicago, Andy Fastow í Enron, Heródes í Jesus Christ Superstar og Dante í Dauðasyndunum. Af fjölmörgum leikstjórnarverkefnum hans má nefna Kenneth MánaAuglýsingu ársins1984Mary Poppins og Bláa hnöttinn.

Bergur hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, þar á meðal yfir fimmtán tilnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna, alþjóðlegu menningarsamtökin Ibby hafa heiðrað hann fyrir störf sín í þágu barna og 2017 hlaut hann húmanistaviðurkenningu Siðmenntar ásamt félögum sínum. Bergur tók við leikhússtjórastöðu hjá Leikfélagi Akureyrar í júní 2024 og hefur þar leikstýrt verkunum Litla hryllingsbúðin og Jóla Lóla.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Gilfélagsins. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Kate Hiena, myndlistarkona, Þórgunnur Þórsdóttir, listakona, Angelika Haak, myndlistarkona, Brynja Baldursdóttir, myndlistarkona, auk fulltrúa Myndlistarfélagsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó