Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir þriggja bíla árekstur á Hörgárbraut rétt fyrir neðan gatnamót Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar í gær. Enginn slasaðist alvarlega. Þetta staðfestir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við mbl.is.
Áreksturinn átti sér stað um hálffjögurleytið í gær. Á mbl.is er haft eftir varðstjóra að engin hálka hafi verið á veginum og að um aftan á keyrslu hafi verið að ræða þar sem bíllinn sem keyrt var aftan á kastaðist á næsta bíl fyrir framan.
Í umfjöllun mbl.is segir að mikil mildi hafi verið að ekki hafi farið verr þar sem einn bíllinn kastaðist upp á gangstétt.


COMMENTS