Þrír Akureyringar með alþjóðleg þjálfararéttindi og fyrsti kynsegin þjálfarinnMyndir/Archery.is

Þrír Akureyringar með alþjóðleg þjálfararéttindi og fyrsti kynsegin þjálfarinn

Bogfimideild ÍF Akurs hefur styrkt þjálfarateymi sitt verulega en þrír félagar, Sóley Rán Hamann, Ari Emin Björk og Helgi Már Magnússon, hafa nú lokið alþjóðlegu þjálfararéttindanámskeiði (World Archery Level 1). Með þessari viðbót hefur deildin nú sex þjálfara með alþjóðlegt þjálfarastig 1 og einn með stig 2, sem er mikilvægur liður í uppbyggingu íþróttarinnar á Akureyri.

Árangur Sóleyjar Ránar Hamann er sérstaklega sögulegur þar sem Sóley er fyrsti yfirlýsti kynsegin þjálfarinn (e. gender fluid) til að öðlast alþjóðleg þjálfararéttindi í bogfimi, ekki aðeins á Íslandi heldur eftir því sem best er vitað á heimsvísu.

Þau Sóley, Ari og Helgi voru hluti af alls tíu manna hópi sem lauk réttindunum á dögunum. Námskeiðið var haldið á vegum Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) í samstarfi við World Archery og Ólympíusamhjálpina (Olympic Solidarity), sem er hluti af Alþjóðaólympíunefndinni og styður við uppbyggingu íþrótta um allan heim.

UMMÆLI