Um helgina var máluð þrívíddargangbraut yfir Listagilið á móts við Listasafnið. Sambærileg gangbraut hefur áður verið máluð á Ísafirði og hlotið talsverða athygli. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar, þar sem segir að Gautur Ívar Halldórsson hafi haft umsjón með verkinu fyrir hönd Akureyrarbæjar en Gautur rekur fyrirækið Vegamálun GÍH á Ísafirði. Fyrirtækið sérhæfir sig í yfirborðsmerkingum um land allt.
UMMÆLI