Þrjár tilkynningar bárust lögreglunni á Akureyri í gærkvöldi vegna flugelda. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kviknaði í ruslaskýli við hús, stórum ruslagámi og runna.
Tilkynningarnar bárust allar á aðeins nokkrum mínútum. Ruslaskýlið og ruslagámurinn eyðilögðust í eldinum.
UMMÆLI