Þrjú ný smit um helgina – Fækkar áfram í einangrun

Þrjú ný smit um helgina – Fækkar áfram í einangrun

Þrjú ný Covid-19 smit greindust á Norðurlandi eystra yfir helgina. Tvö á föstudaginn og eitt úr sýnatökum gærdagsins. Virkum smitum hefur fækkað töluvert á sama tíma.

61 er nú skráður í einangrun á Norðurlandi eystra og fækkar því um sjö frá því í gær. Samtals hefur fækkað um 38 í einangrun síðan á föstudaginn. Þá fækkar um 14 í sóttkví en nú eru 60 í sóttkví á Norðurlandi eystra.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir: „Fækkað hefur töluvert í sóttkví og einangrun og er það sú þróun sem að við viljum sjá. Það er um mánuður síðan að við vorum með svona tölu í sóttkví. Litla myndin er tekin í Aðgerðarstjórn en menn hafa staðið vaktina þar í nokkrar vikur útaf þessu ástandi. Hvetjum ykkur áfram að huga vel að sóttvörnum og fara eftir öllum leiðbeiningum sem tengjast slíku. Það er mjög mikilvægt að ná þessu meira niður og missa þetta ekki frá okkur.“


Goblin.is

UMMÆLI

Sambíó