Í dag eru þrjú virk smit vegna Covid-19 á Akureyri. Öll eru þau í póstnúmeri 600. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag.
Sjá einnig: Covid smit í Lundarskóla
Á Norðurlandi eystra höfðu verið tvö virk smit í Mývatnssveit og eitt í póstnúmeri 603 á Akureyri.
107 einstaklingar eru nú í sóttkví í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 91 af þeim á Akureyri.
UMMÆLI