Kvennaathvarfið
Færeyjar 2024

Þú kemst þinn veg sýnt á Akureyri

Á hverju ári eru sýndar gestasýningar hjá Leikfélagi Akureyrar til þess að auka fjölbreytni, dýpka leikhúsupplifun og auðga leikhúslíf hér norðan heiða. Sýningin Hún pabbi var sýnd í Samkomuhúsinu við frábærar viðtökur og nú hefur verið ákveðið að taka á móti heimildarsýningunni Þú kemst þinn veg og sýna þann 15. október. Sýningin veitir einstaka innsýn í lífsbaráttu manns með geðsjúkdóm.

Leikverkið Þú kemst þinn veg byggir á sögu Garðars Sölva Helgasonar sem glímir við geðklofa en tekst á við erfiðleikana á einstakan og heillandi hátt með umbunakerfi sem hann hefur tileinkað sér.

Í leikverkinu fylgjumst við með persónunni Guðmanni halda fyrirlestur um Garðar Sölva besta vin sinn og umbunakerfið  hans. Fyrirlesturinn tekur heldur óvænta stefnu og þróast ekki beint eins og Guðmann ætlar sér. Allt gengur á afturfótunum, einföldustu hlutir verða flóknir og Guðmann strögglar við að leysa málin. Á köflum brýst leikhúsið inní verkið líkt og ranghugmynd og það skásta sem Guðmanni dettur í hug að gera til að fela stressið er að detta í  að segja eins og eina sögu inná milli þess sem hann ætlar sér að byrja fyrirlesturinn…

Þú kemst þinn veg var frumsýnt þann 1. mars 2015 í fyrirlestrarsal Norræna hússins. Það er skemmst frá því að segja að verkið fékk afar góðar viðtökur og jákvæð viðbrögð. Einungis ein sýning verður á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó