Samfylkingin boðar tillögu um ESB-viðræður

Logi Már Einarsson

Sam­fylk­ingin skoðar það nú alvarlega að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á kom­andi þingi þess efnis fram skuli fara þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um fram­hald við­ræðna Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta segir Logi Már Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í viðtali við DV.

„Það voru allir flokkar búnir að lofa því meira og minna fyrir kosn­ingar að þjóðin ætti að fá að ráða þessu. Það er lang­heið­ar­leg­ast,“ segir Logi.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrrar rík­is­stjórnar eru Evr­ópu­málin í raun ekki afgreidd heldur talað um Alþingi muni taka afstöðu um áfram­hald­andi við­ræð­ur.

Sambíó

UMMÆLI