Tinna Óðinsdóttir keppir í Söngvakeppninni

Tinna Óðinsdóttir keppir í Söngvakeppninni

Akureyringurinn Tinna Óðinsdóttir mun taka þátt í Söngvakeppninni árið 2025 með lagið Þrá/Words.

„Alveg frá því ég var 9 ára hefur mig dreymt um akkúrat þetta augnablik,“ skrifaði Tinna á samfélagsmiðlum þegar ljóst var að lagið hennar yrði eitt af tíu lögum Söngvakeppninnar í ár.

Tinna samdi lagið ásamt Rob Price sem skrifaði einnig enskan texta við lagið. Guðný Ósk Karlsdóttir skrifaði íslenskan texta lagsins.

Líkt og undanfarin ár eru haldin tvö undankvöld, það fyrra 8. febrúar og það síðara 15. febrúar. Tinna mun flytja sitt lag á síðara undankvöldinu 15. febrúar. Úrslitin ráðast svo 22. febrúar þegar framlag Íslands í Eurovision verður valið.

Þau tíu lög sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár má finna hér

Lag Tinnu má heyra í spilaranum hér að neðan

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó