fbpx

Tjörvi sendir frá sér nýtt myndband úr ferðalagi sínu um Ísland

Tjörvi Jónsson er ungur Akureyringur sem hefur verið að fóta sig áfram í myndbandagerð. Tjörvi heldur úti Facebook síðu þar sem hann setur inn myndböndin sín sem hafa verið að fá mikla athygli. Hann hefur einnig verið að taka upp auglýsingar og kynningarefni fyrir fyrirtæki.

Í páskafríinu ferðaðist Tjörvi hringinn í kringum landið og festi ferðalagið á filmu. „Þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert og þetta myndband er sennilega uppáhalds myndbandið mitt sem ég hef sent frá mér,” segir Tjörvi.

Tjörvi stundar nám við Menntaskólann á Akureyri en segir að eftir menntaskóla stefni hann á að ferðast um heiminn og taka upp myndbönd. Myndbandið úr ferðalagi Tjörva má sjá hér að neðan en hægt er að sjá fleiri myndbönd eftir Tjörva á Youtube síðu hans með því að smella hér.

UMMÆLI