Tölvuþrjótar stríða Lögreglunni á Norðurlandi eystra

Tölvuþrjótar stríða Lögreglunni á Norðurlandi eystra

Heiti Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra var breytt fyrr í dag úr Lögreglan á Norðurlandi eystra í Viral Axe. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir að svo virðist sem einhver hafi hakkað síðuna. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Ekki er að sjá að frekari breytingar hafi verið gerðar á síðunni. Halla Bergþóra segir í samtali við RÚV að ekki sé komið alveg í ljós hvað nákvæmlega hafi gerst. Hún sagði að tölvumenn embættisins væru að kanna hvað hefði gerst. Nafninu hefur nú verið breytt aftur.

UMMÆLI