Tónkvíslin haldin þann 16. nóvemberMynd/Framhaldsskólinn á Laugum

Tónkvíslin haldin þann 16. nóvember

Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum verður haldin í 18. skipti þann 16. nóvember næstkomandi.  

Sigurvegari keppninnar keppir fyrir hönd skólans í söngkeppni framhaldsskólanna. Samhliða keppninni er einnig haldin grunnskólakeppni þar sem nemendum grunnskóla af svæðinu býðst að stíga á svið með framhaldsskólanemunum, og keppa um fyrsta til þriðja sæti í úrslitum keppninnar.

Í ár verður hægt að kaupa streymi á beina útsendingu á keppnina í gegnum „Livey“ og verður vefslóð á streymið auglýst síðar. Árlega hafa um 300 – 400 áhorfendur mætt og eru öll hvött til þess að koma á Laugar þann 16. nóvember nk. til að upplifa og sjá þá miklu og frábæru vinnu sem nemendur hafa á sig lagt til þess að keppnin geti orðið að veruleika.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó