25. – 28. apríl 2019 verður Landsmót kvæðamanna í fyrsta sinn haldið á Akureyri.
Sumardaginn fyrsta verða tónleikar í Deiglunni kl. 20:00 með íslenskum og norskum kvæðamönnum sem hluti af Landsmóti kvæðamanna. Aðgangur ókeypis.
Landsmót kvæðamanna er bæði hátíðleg og skemmtileg samkoma kvæðamanna víðs vegar að af landinu. Að venju verða námskeið tengd hefðinni, s.s. um kveðandi, bragfræði og tvísöngva, og haldnir tónleikar. Kvöldvakan á sínum stað á laugardagskvöldinu og aðalfundur Stemmu – Landssamtaka kvæðamanna á sunnudagsmorgni.
Sérstakir gestir kvæðamannamótsins á Akureyri verða þjóðlagahópurinn Bra folk og þjóðlagasöngkonan og kvæðakonan Sigrid Randers-Pehrson frá Noregi. Norsk og íslensk þjóðlagatónlist er nátengd eins og gefur að skilja, með þjóðarhljóðfærin langspil og langeleik, sönghefðirnar kveðandi og kved (stev).
Allir eru hjartanlega velkomnir á námskeið mótsins, kvöldvökuna og auðvitað tónleika í Deiglunni og á Hótel Natur.
Frekari dagskrá má sjá á heimasíðu kvæðamanna |
UMMÆLI