Viðreisn

Tónleikar þar sem kórfélagar semja tónlistina

Karlakór Akureyrar-Geysir

Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis í Akureyrarkirkju 29. apríl

Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis 2018 eru að stærstum hluta byggðir á tónlist eftir félaga úr kórnum. Það er afar sjaldgæft að á karlakórstónleikum semji kórfélagar sjálfir tónlistina en það verður raunin á þessum tónleikum. Lögin eru eftir Ivan Mendez, Ólaf Svein Traustason, Gunnar Halldórsson og Svavar Alferð Jónsson.

Hjörleifur Örn Jónsson, stjórnandi KAG, hefur útsett flest laganna fyrir karlakór, píanó og strengjakvartett. Mörg þeirra eru talsvert frá því að teljast hefðbundin karlakóratónlist og því feta KAG-félagar þarna nýjar og spennandi slóðir. Í bland við flutning á lögum fjórmenninganna flytur kórinn svo klassísk kórlög. Þá koma fram einsöngvarar og kvartett. Tónleikarnir verða því afar fjölbreyttir og skemmtilegir!

Vortónleikar KAG eru hápunkturinn á afar fjölbreyttu starfsári, þar sem kórfélagar hafa sungið víða og fyrir marga! Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 29. apríl, kl. 16:00. Verð aðgöngumiða er kr. 4.000.-

UMMÆLI