Tónleikar til styrktar Grófinni á Græna Hattinum

Tónleikar til styrktar Grófinni á Græna Hattinum

Í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október verða haldnir tónleikar til styrktar Grófinni geðverndarmiðstöð á hinum rómaða tónleikastað Græna hattinum.

Grófin, sem er rekin af frjálsum félagasamtökum, er virknimiðstöð fyrir fólk sem glímir við geðrænan vanda eða félagslega einangrun og vill valdeflast og vinna í sínum bata. Í anda valdeflingar, batahugsunar og jafningjanálgunar stendur Grófin fyrir ýmiss konar hópastarfi og virknitilboðum fyrir notendur auk fræðsluviðburða fyrir almenning og fræðsluerinda í skólum fyrir ungmenni.


Á tónleikunum koma fram fjölmargar hljómsveitir og trúbadorar auk tæknimanna en allt þetta góða fólk ætlar að gefa vinnuna sína. Miðaverði er stillt í hóf svo að sem flestir eigi þess kost að koma og njóta. Tónleikarnir hefjast kl 21:00 en húsið opnar klukkutíma fyrr. 

Miðarnir fást á vefsíðunum grænihatturinn.is og tix.is. Þeir sem ekki komast á tónleikana en vilja styrkja Grófina geta lagt inn á styrktarreikning Grófarinnar 565-14-405078, kt. 430316-0280.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó