Prenthaus

Tónleikum á Græna hattinum aflýst

Tónleikum á Græna hattinum aflýst

Þeim tónleikum sem skipulagðir voru á Græna hattinum á Akureyri yfir Verslunarmannahelgina hefur verið aflýst. Hátíðin Ein með öllu mun ekki fara fram á Akureyri um helgina en þetta kom fram eftir að ríkisstjórnin og sóttvarnaryfirvöld kynntu hertar reglur vegna Covid-19 faraldursins í morgun.

Tónleikar Hvanndalsbræðra í kvöld verða en nýjar reglur taka gildi á hádegi á morgun. Tónleikar Dúndurfrétta, Sóldaggar og Ljótu Hálfvitanna falla því niður.

„Því miður verðum við að aflýsa öllu tónleikahaldi um helgina að frátöldum tónleikum Hvanndalsbræðra í kvöld. Allir miðar verða endurgreiddir á næstunni,“ segir Haukur Tryggvason á Facebook hópi Græna Hattsins

UMMÆLI

Sambíó