Toymachine sendir frá sér nýtt lag

Toymachine sendir frá sér nýtt lag

Hljómsveitin Toymachine frá Akureyri var að gefa út nýtt lag á Spotify. Lagið er það fyrsta af tilvonandi breiðskífu sveitarinnar. Hlustaðu á lagið hér að neðan.

Þetta fyrsta lag ber heitið Toy machine 2020 og var samið árið 1999. Lagið verður á plötunni ROYAL INBREED sem kemur út á vínyl og á streymiveitum fyrir komandi jól.

Öll 10 lög plötunnar eru samin á árunum 1998-2001 en tekin upp nýliðið sumar. Hljómsveitin safnaði fyrir plötunni á Karolina Fund en Kaffið fjallaði um söfnunina á sínum tíma.

Sjá nánar:Hljómsveitin Toymachine safnar fyrir plötu: „Alltaf setið fast í okkur að hafa ekki komið út okkar eigin plötu“

Toymachine er aðeins skipuð Akureyringum en sveitin var stofnuð á Akureyri árið 1996. Hljómsveitin mun halda útgáfutónleika á Græna Hattinum á næsta ári.

Hlustaðu á lagið Toy Machine 2020 hér að neðan

UMMÆLI