Trausti gefur út 4 laga plötu

Tónlistarmaðurinn Trausti gaf á dögunum út 4 laga EP plötu sem ber nafnið Einstök. Trausti hefur verið öflugur að semja sitt eigið efni en hann kom áður undir nafninu Nvre$t. Trausti eða Pétur Trausti Friðbjörnsson er 19 ára Grenvíkingur sem hefur búið á Akureyri undanfarin ár.

Lögin á Einstök fjalla um ást og ringulreið. Tryggvi vinnur nú að plötunni Þrýstingur en þar segist hann ætla að hafa fleiri tónlistarstefnur en trap. Lögin á plötunni Einstök má hlusta á hér að neðan.

UMMÆLI