Akureyri-Færeyjar

Tryggvi Snær á meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins

Tryggvi Snær á meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins

Körfuboltamaðurinn Tryggvi Snær Hlinason er á meðal þeirra tíu íþróttamanna sem fengu flest atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2020. Samtök íþróttafréttamanna birtu í dag listann yfir tíu efstu.

Úrslitin úr kjörinu verða kynnt þriðjudagskvöldið 29. desember í beinni útsendingu RÚV. Útsendingin hefst klukkan 19:40.

Þetta er í fyrsta sinn sem Tryggvi Snær er á meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins en hann hefur spilað vel með liði sínu, Casademont Zaragoza, á Spáni í ár. Tryggvi hefur meðal annars átt flestar trosðlur í deildinni og hann er á meðal þeirra tuttugu sem eru með hæsta framlagið að meðaltali í leik í spænsku deildinni. Tryggvi var einnig öflugur með íslenska landsliðinu í körfubolta á árinu en samkvæmt tölfræðinni var hann besti leikmaður liðsins með 17,8 stig að meðaltali í leik og 12,3 fráköst.

Topp 10 listinn yfir íþróttafólk ársins í stafrófsröð
Anton Sveinn McKee
Aron Pálmarsson
Bjarki Már Elísson
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðni Valur Guðnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Ingibjörg Sigurðardóttir
Martin Hermannsson
Sara Björk Gunnarsdóttir
Tryggvi Snær Hlinason

UMMÆLI