Tryggvi valinn í Meistaradeildarhóp Valencia

Körfuboltaleikmaðurinn Tryggvi Snær var valinn í leikmannahóp Spánarmeistara Valencia fyrir 1.umferð liðsins í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið mætti Khimki Moskva frá Rússlandi en þurfti að sætta sig við 75-70 tap.

Tryggvi hefur verið viðloðandi leikmannahóp Valencia í vetur en hefur einungis fengið að spila einn leik. Það verður spennandi að fylgjast með framgangi hans í vetur en hann virðist vera mikils metinn hjá Valencia.

Tryggvi er aðeins ann­ar Íslend­ing­ur­inn sem af­rek­ar það að vera í leik­manna­hópi í sterk­ustu deild Evr­ópu. Jón Arn­ór Stef­áns­son lék með Roma og Málaga í sömu keppni á sín­um tíma. Tryggvi kom hins veg­ar ekki við sögu í dag, var all­an tím­ann á vara­manna­bekkn­um.

UMMÆLI

Sambíó