Um fjörutíu grindhvalir úr stórri vöðu eru fastir í fjörunni við Ólafsfjarðarhöfn. Hvalirnir höfðu synt um í höfninni áður en þeir strönduðu. Vísir greindi frá.
Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð og björgunarsveitir vinna nú að því að reyna að snúa hvölunum við og koma þeim aftur á flot. Vonir eru bundnar við að háflóð, sem væntanlegt er um sjöleytið í kvöld, muni auðvelda björgunaraðgerðir.
UMMÆLI