Tveir einstaklingar á Norðurlandi greindust með Covid-19

Tveir einstaklingar á Norðurlandi greindust með Covid-19

Tveir einstaklingar á Norðurlandi greindust með Covid-19 á síðasta sólarhring. Þetta kom fram á fréttafundi almannavarna sem hófst klukkan 14 í dag.

Samtals eru þá nú 3 virk smit á Norðurlandi en erlendur ferðamaður greindist með smit fyrr í vikunni. Hann hefur verið í einangrun og fjölskylda hans í sóttkví.

Sjá einnig: Höfuðáhersla lögð á að verja viðkvæmustu hópana

13 einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands á síðasta sólarhring og einn við landamæraskimun. Einungis einn einstaklingur af þeim sem greindust var í sóttkví. Virk smit í samfélaginu eru nú 72 og eru þau staðsett í öllum landshlutum nema Austurlandi.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir það ákveðið áhyggjuefni hversu mikið veiran hefur dreift sér.


UMMÆLI