Tveir í einangrun á Akureyri og einn í Mývatnssveit

Tveir í einangrun á Akureyri og einn í Mývatnssveit

Þrír einstaklingar eru nú í einangrun vegna Covid-19 faraldursins á Norðurlandi eystra. Tveir á Akureyri og einn í Mývatnssveit. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

62 einstaklingar eru í sóttkví í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Veikindi einstaklingsins sem er í einangrun í Mývatnssveit komu fram við skimun á landamærum.

„Talað hefur verið um aðra bylgju faraldursins en öll tölfræði nú er ansi lík tölfræðinni í fyrstu bylgjunni. Það má segja að umdæmið okkar hafi sloppið nokkuð vel í fyrstu bylgjunni og vonandi verður sú raunin aftur. Þar getur hver og einn lagt sitt af mörkum. Nú reynir á að sýna samstöðu og úthald og fara eftir tilmælum og reglum yfirvalda. Sterkasta vopnið okkar er þessi einstaklingsbundna smitgát. Verum dugleg að sápuþvo og spritta hendur. Virðum 2ja metra regluna. Forðumst margmenni, knús og handabönd. Höfum hugan við það sem við erum að snerta og notum andlitsgrímur og hanska þar sem það á við,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

„Það er eðlilegt að það sé komin þreyta og pirringur í fólk út af þessu. Við verðum þó að horfast í augu við að þetta stríð er ekki búið og það sér ekki enn fyrir endann á því. Við verðum að reyna að sættast við það og að þurfa að búa við íþyngjandi ráðstafanir enn um sinn. Við erum öll í þessu saman. Gangi okkur vel og góða helgi.“

UMMÆLI