Tveir karlmenn ákærðir fyrir hættulega líkamsáras

Árásin átti sér stað fyrir utan Nætursöluna

Embætti héraðssaksóknara á hefur ákært tvo karlmenn á þrítugsaldri fyrir hættulega líkamsárás á Akureyri í júní 2015. Árásin átti sér stað fyrir utan Nætursöluna.

Ann­ar mann­anna er sagður hafa ráðist að þriðja mann­in­um í miðbæ Ak­ur­eyri og sparkað í lík­ama hans og kýlt hann með kreppt­um hnefa í vinstri vanga. Hinn ákærði er sagður hafa slegið fórn­ar­lambið í höfuðið og lík­ama. Við árás­ina féll fórn­ar­lambið í jörðina og spörkuðu þar árás­ar­menn­irn­ir í höfuð hans og efri búk.

Fórnarlambið fer fram á miska- og skaðabætur að fjárhæð tæplega 600 þúsund krónum og ákæruvaldið fer fram á að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fórnarlambið hlaut skurð á vinstra augnloki, skrám­ur á hand­ar­baki og verki í rif­bein­um.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó