Tveir lögregluþjónar á Norðurlandi eystra í sóttkví

Tveir lögregluþjónar á Norðurlandi eystra í sóttkví

Tveir lög­regluþjón­ar á Norðurlandi eystra eru nú í sóttkví eftir að hafa átt í samskiptum við manneskju sem síðar reyndist með Covid-19 smit. Þetta staðfest­ir Jó­hann­es Sig­fús­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra, í sam­tali við mbl.is.

Á vef mbl.is segir að lögregluþjónarnir muni fara í skimun og sæta í kjölfarið 14 daga sóttkví óháð niðurstöðu skimunar. Lögregluþjónarnir sýna enn sem komið er engin einkenni.

UMMÆLI