Tveir ungir Þórsarar valdir til landsliðsæfinga í handbolta

Tveir ungir Þórsarar valdir til landsliðsæfinga í handbolta

Þórsararnir Guðmundur Levy Hreiðarsson og Friðrik Helgi Ómarsson hafa verið valdir til landsliðsæfinga í handbolta. Guðmundur er í æfingahópi U15 landsliðsins og Friðrik í æfingahópi U16. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Landsliðsþjálfarar U-15, U-16, U-17 og U-19 ára landsliðs karla í handbolta völdu í þessa æfingahópa, sem koma saman til æfinga dagana 14.-16.mars næstkomandi. Hópana í heild sinni er hægt að skoða með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó