Gæludýr.is

Tvískipta dögunum í Hlíðarfjalli

Tvískipta dögunum í Hlíðarfjalli

Vegna fjöldatakmarkanna verður opnunartímum í Hlíðarfjalli um helgina tvískipt. Eingöngu verður hægt að kaupa miða á netinu sem gilda í þrjár klukkustundir.

Hlíðarfjall opnar á morgun, föstudag og verður opið á laugardag og sunnudag. Hægt verður að velja um tvö tímabil fyrir hvern dag.

Föstudagur: 12.00 – 15.00 og 16.00 – 19.00
Laugardagur: 10.00 – 13.00 og 14.00 – 17.00
Sunnudagur: 10.00 – 13.00 og 14.00 – 17.00

„Við höfum lokað tímabundið fyrir söluferlið á netinu á meðan við útfærum þetta og munum við opna það um leið og það er klárt. Þeir aðilar sem nú þegar hafa keypt sér dagspassa fyrir helgina eiga tryggt pláss í fjallið.Við biðjum ykkur að sýna okkur þolinmæði á meðan við keyrum þessar breytingar í gegn og munum upplýsa ykkur um stöðu mála um leið og við höfum nýjar upplýsingar,“ segir í tilkynningu Hlíðarfjalls

UMMÆLI

Sambíó