Tvö börn struku af leikskóla á AkureyriBörnin þurftu að ýta á einn takka til að komast út.

Tvö börn struku af leikskóla á Akureyri

Tvö fjögurra ára börn náðu að strjúka frá leikskólanum Naustatjörn á Akureyri og voru týnd í rúmlega hálfa klukkustund. Aðeins hluta foreldra barna í leikskólanum var gert viðvart um atvikið, þ.e. tveimur deildum af sex. Það er Rúv.is sem greinir frá þessu í dag.

Skólastjórinn lítur málið alvarlegum augum og segir að verklagsreglum hafi verið breytt. Í samtali við RÚV segir Jónína Hauksdóttir, skólastjóri Naustaskóla, að leikskólinn Naustatjörn sé starfræktur í tveimur byggingum. Börnin tvö sem um ræðir eru á deild sem starfrækt er í húsnæði Naustaskóla en þar er aðgengi auðvelt og þarf einungis að ýta á einn takka til að komast út. „Sjá tækifærið að þarna er hægt að fara út og grípa það,“ sagði Jónína í samtali við Rúv. Börnin tvö voru beðin um ganga betur frá útifötunum sínum í forstofunni eftir útiveru. Skömmu seinna tóku kennarar eftir því að börnin voru horfin. Kennarar voru sendir heim til barnanna til að athuga hvort þau væru þeir sem endaði með að þau fundust á heimili annars þeirra.

Jónína segir að verklagsreglum  hafi verið breytt þannig að börn séu ávallt í fylgd kennara þegar þau fara fram í forstofu. Jónína sendi póst til foreldra barna á tveimur elstu deildunum, greindi frá atvikinu og baðst afsökunar. Hún segir að það hafi verið metið óþarft að láta fleiri foreldra vita, enda sé útilokað að þetta komi fyrir á hinum fjórum deildunum. „Vegna þess að það eru einungis fullorðnir sem geta opnað hurðirnar út á götu í leikskólabyggingunni. Við töldum ekki ástæðu til að vera að vekja einhvern kvíða hjá þeim hópi því þetta snertir ekki þeirra börn,“ segir hún í samtali við Rúv.


UMMÆLI

Sambíó