Tvo lið frá Þór/KA unnu Barcelona Girls CupMynd: Barcelona Girls Cup á Facebook

Tvo lið frá Þór/KA unnu Barcelona Girls Cup

Ungar knattspyrnukonur frá Þór/KA stóðu sig vel á Barcelona Girls Cup á Spáni um helgina. Tvo lið frá Þór/KA urðu meistarar á mótinu.

A-lið skipað leikmönnum fæddum 2005 og 2006 vann Barcelona Girls Cup með 2-0 sigri á heimaliðinu UD Viladecans í úrslitaleik, með mörkum frá Sonju Björg Sigurðardóttur og Bríeti Jóhannsdóttur. Liðið fór í gegnum mótið án þess að fá á sig mark og vann alla leiki sína.

A-liðið í 2007 árgangnum vann einnig mótið með 1-0 sigri á Epsom and Ewell Colts í úrslitaleiknum. Karlotta Björk Andradóttir skoraði eina mark úrslitaleiksins.

B-lið í árgöngum 2005 og 2006 endaði í 5. sæti mótsins og er því sigurvegar neðri hlutans í þessum árgangi. B-liðið í árgangi 2007 gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur leikjum í riðlinum, tapaði tveimur umspilsleikjum í keppni um 9.-16. sætið, 2-3, gegn sænsku liði, og vann WSS Barcelona 3-1 í leik um 15. sætið.

Þjálfarar liðanna eru Ágústa Kristinsdóttir, Birkir Hermann Björgvinsson og Pétur Heiðar Kristjánsson. Fararstjórar í ferðinni voru Elma Eysteinsdóttir, Erla Ormarsdóttir, Eyrún Kristína Gunnarsdóttir og Sigrún Björk Sigurðardóttir.

Nánar má lesa um mótið á vef Þór/KA með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó