Tvö ný smit á Norðurlandi eystra

Tvö ný smit á Norðurlandi eystra

Tveir eru nú skráðir í einangrun á Norðurlandi eystra á Covid.is. Þetta er í fyrsta sinn síðan 12. desember sem Covid smit er skráð á svæðinu.

Síðan 12. desember hefur svæðið verið án Covid en í gær fór einn einstaklingur í sóttkví.

Samkvæmt tölum dagsins eru nú tveir í einangrun og tveir í sóttkví á Norðurlandi eystra.

Alls greindust fimm með kórónuveirusmit innanlands í gær og þrír þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. Nú eru 127 í einangrun og 152 í sóttkví á landinu öllu.

UMMÆLI