Listasumar Akureyri

Tvö tívolí boða komu sína til Akureyrar yfir Verslunarmannahelgina

Tvö tívolí boða komu sína til Akureyrar yfir Verslunarmannahelgina

Tvö tívolí hafa boðað komu sína til Akureyar yfir Verslunarmannahelgina. Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin um Verslunarmannahelgina en með gjörbreyttu sniði en vanalega vegna Covid-19 faraldursins.

Sjá einnig: Ein með öllu haldin með breyttu sniði

Erlent tívólí verður staðsett á flötinni fyrir neðan menningarhúsið Hof og þá verður innlent tívolí á bílastæðunum hjá Hofsbót.

Tívolíin verða opin alla Verslunarmannahelgina.

UMMÆLI