Tvöfalt meiri páskaumferð í Vaðlaheiðargöngum en í fyrra

Tvöfalt meiri páskaumferð í Vaðlaheiðargöngum en í fyrra

Páskaumferðin í Vaðlaheiðargöngunum í ár var tvöfalt meiri en í fyrra en þó töluvert minni en árið 2019.

Covid-19 hefur haft töluverð áhrif á umferðina síðustu ár en þó minni í ár en á því síðasta. Í ár voru farnar 6952 ferðir í gegnum göngin samanborið við 3042 í fyrra. Árið 2019 voru arnar 10.243 ferðir.

Þá var einnig töluverð umferð um Víkurskarð sem var vel nýtt til útivistar um páskana þar sem öll skíðasvæði landsins voru lokuð. Meira en fjórum sinnum fleiri óku um skarðið Skírdag og Föstudag langa en á meðal degi.

UMMÆLI