Kvennaathvarfið
Færeyjar 2024

Tvöföld útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í ár

Tvöföld útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í ár

Skólaári Menntaskólans á Akureyri er lokið en síðasti starfsdagur kennara skólans var í gær. Skólanum verður líkt og vanalega slitið 17. júní í Íþróttahöllinni en í ár útskrifast tveir árgangar á sama tíma.

Þetta verður í síðasta sinn sem stúdentar úr fjórða bekk útskrifast úr skólanum og í fyrsta sinn sem stúdentar úr þriðja bekk útskrifast. Stúdentahópurinn verður því tvöfaldur að þessu sinni.

Það verður nóg um að vera á Akureyri um helgina en ásamt þessari risa útskrift úr Menntaskólanum verður einnig hátíð fyrir afmælisstúdenta úr skólanum sem flykkjast til Akureyrar og gleðjast.

Þá fara fram Bíladagar og einnig verður útskrift úr Háskólanum á Akureyri.

Afmælisstúdentar munu flykkjast til Akureyrar og gleðjast á tímamótum með ýmsu móti, meðal annars MA-hátíðinni í Íþróttahöllinni að kvöldi 16. júní. Á sama stað verður að vanda veisla nýstúdenta og fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans að kvöldi 17. júní. Höllin verður opnuð kl. 18:30 og borðhald hefst 19:30. Um 22:30 heldur síðan hinn óvenju stóri hópur nýstúdenta í miðbæinn og marserar þar.

UMMÆLI

Sambíó