Twitter eftir leik Þór/KA og Wolfsburg: „Með betri mætingu en karlaliðin”

Twitter eftir leik Þór/KA og Wolfsburg: „Með betri mætingu en karlaliðin”

Íslandmeistarar Þór/KA fengu Þýskalandsmeistara Wolfsburg í heimsókn á Þórsvöll í gær í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Wolfsburg en þrátt fyrir það sýndu Þór/KA hetjulega baráttu og stóðu ágætlega í Wolfsburg sem þykir eitt besta knattspyrnulið í heiminum.

Vel var mætt á leikinn en 1529 manns mættu á völlinn til að fylgjast með leiknum. Íslendingar á Twitter voru ánægðir með lið Þór/KA að leik loknum en liðið á enn smá séns á að komast áfram í 16 liða úrslit. Til þess þurfa þær þó að minnsta kosti tvö mörk á gífurlega erfiðum útivelli.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Hér má sjá umræðuna á Twitter eftir leik:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó