Um 350 keppendur á Landsmóti UMFÍ 50+

Um 350 keppendur á Landsmóti UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram í Fjallabyggð um helgina, þar sem um 350 keppendur komu saman víðsvegar að af landinu til að taka þátt í fjölbreyttum keppnisgreinum.

„Keppt var í 14 greinum og fjölmargir þátttakendur komu úr heimabyggð, sem gerði mótið sérstaklega eftirminnilegt fyrir heimamenn. Fjallabyggð tók vel á móti gestum, og var sannur heiður að fá að vera gestgjafi að þessu sinni. Það var ótrúlega gaman að sjá þann kraft, vilja og jákvæðni sem einkenndi þátttakendur, sem eru sannar fyrirmyndir fyrir yngra fólk. Það er óhætt að segja að margir hafi farið heim með bros á vör. Það er greinilegt að það er eitthvað til að hlakka til þegar komið er á keppnisaldur,“ segir á vef Fjallabyggðar.

Mótið hófst á hátíðlegri setningu þar sem forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, heiðraði mótsgesti með nærveru sinni. Í ræðu sinni lagði hún áherslu á mikilvægi hreyfingar, samveru og gleði og minnti á að aldrei sé of seint að leika sér.

UMMÆLI