Umsóknarfrestur í nám við Háskólann á Akureyri framlengdur

Umsóknarfrestur í nám við Háskólann á Akureyri framlengdur

Nú hefur veirð ákveðið að framlengja umsóknarfresti í all nám við Háskólann á Akureyri, fyrir utan diplómunám í lögreglufræðum, til 15. júní. Umsóknarfrestur fyrir diplómunám í lögreglufræðum rennur út í dag.

Þetta er gert í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og aðra háskóla á Íslandi. Markmiðið er að auka aðgengi að háskólum landsins í ljós vaxandi atvinnuleysis sem hlýst af COVID-19-faraldrinum.

Nánar má lesa um umsóknarferlið við Háskólann á Akureyri á vef Háskólans með því að smella hér.

UMMÆLI