Undirskriftarlisti til að mótmæla skipulagsbreytingum á Oddeyrinni

Undirskriftarlisti til að mótmæla skipulagsbreytingum á Oddeyrinni

Á vef Þjóðskrár má nálgast undirskriftarlista sem settur hefur verið upp í mótmælaskyni gegn skipulagsbreytingum á Oddeyrinni.

Ábyrgðarmaður listans er Björgvin Ólafsson en þegar þetta er skrifað hafa yfir 100 manns skráð sig.

Sjá einnig: Svona líta hugmyndirnar að fjölbýlishúsunum á Oddeyrinni út

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi á svæði á Oddeyri austan Hjalteyrargötu sem einnig felur í sér breytingu á rammahluta aðalskipulagsins sem nær til Oddeyrar. Hægt er að skoða tillöguna hér.

Um undirskriftarlistann segir á vef Þjóðskrár að hann sé settur í loftið til að gera almenningi auðveldara fyrir að mótmæla tillögunni. Hún er sagð algjörlega á skjön við þá lýsingu sem þegar er búið að samþykkja vegna uppbyggingar á Oddeyrinni.

Sjá einnig: Horfa skipulagsyfirvöld framhjá því sem mestu máli skiptir?

„Hæð þessara húsa myndu rýra verulega þá byggingarreiti sem þarna eru næst í kring sem og varpa miklum skugga á núverandi byggð til vesturs. Þessi skipulagslýsing er unnin að án samráðs við núverandi eigendur þeirra húsa sem þarna fyrir eru og eftir að hún var kynnt í Hofi síðastliðinn mánudag hefur skipulagssvið þegar hótað eignarnámi séu menn ekki til í að selja bara strax. Hæð húsa mun ógna öryggi í aðflugi að Akureyrarflugvelli. Ekki er búið að rannsaka áhrif mengunar frá skemmtiferðaskipum í þessari hæð en fyrir liggur af þeim tölum sem borist hafa frá hafnaryfirvöldum að hún er veruleg. Bílastæða- og umferðaröryggismál hafa ekki verið könnuð, en þarna er ráðgert á litlum bletti að koma fyrir allt að 150 íbúðum. Vanvirðing við Gránufélagshúsin með þessari tillögu er algjör. Samkvæmt þeirri skipulagslýsingu sem sviðstjóri skipulagssviðs bæjarins auglýsti nú þann 16. október síðastliðinn er gert ráð fyrir að veita einum verktaka leyfi til þess að byggja allt að fjórar 11 hæða blokkir á umræddum reit en núgildandi deiluskipulag þar gerir ráð fyrir 3-4 hæða íbúðarhúsnæði þar,“ segir ennfremur. Hægt er að skrifa undir með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó