Uppselt í Hlíðarfjalli í dag og á morgun

Uppselt í Hlíðarfjalli í dag og á morgun

Uppselt er á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í dag og á morgun, föstudag og laugardag, sem og fyrripart sunnudags. Nokkrir miðar eru lausir í seinna hólfið á sunnudag. Þetta kemur fram á vef bæjarins í dag.

Vegna fjöldatakmarkana mega aðeins um 25% af hámarksfjölda vera í Hlíðarfjalli hverju sinni og hefur dögunum verið skipt í tvö þriggja tíma hólf, annarsvegar kl. 10-13 og hins vegar kl. 14-17. Seldir eru 600 miðar í hvort hólf en þar fyrir utan eru þeir sem eiga vetrarkort velkomnir.

„Framundan eru vetrarfrí í grunnskólum landsins og ljóst að það verður eftirsótt að komast á skíði eða stunda aðra útivist í Hlíðarfjalli. Stefnt er að því að lengja opnunartímann frá 17. febrúar og verða miðar fyrir næstu helgi og dagana þar í kring settir í sölu á allra næstu dögum,“ segir á vef bæjarins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó